sjómaður stígur fram

Nú er hafinn allsherjar herkvaðning Sægreifana og skal nú ráðist fram með offorsi kjafti og klóm. Ekki er laust við að hugtakið "sókn er besta vörnin" hafi komið upp í huga manns er maður heyrði af fundinum dramatíska í Vestmannaeyjum þann 21. janúar sl. Þar sem bæjarstjóri Vestmannaeyjar, steig fram og reyndi að sannfæra okkur um að hann talaði máli fisverkafólks og sjómanna. Nú tekur steininn úr og við sjáum í raun, grímulaust hvað gengið er langt í að verja sérhagmuni þessarar elítu sem hefur skuldset greinina með kaupum á bílaumboðum, hrossabúgörðum, glerhöllum hér í Rvk, Vöndlum og vindlingum og hvað þetta heitir alltsaman sem við venjulegt fólk hefur ekki neinar forsendur né vilja til að skilja. Þessi elíta hefur dinglað í einhverskonar yfirstéttar útópíu lífi, kostuðu af leigu og sölu á kvóta. Hvað hefur allt þetta brask og hégómi með útgerð að gera? Þeir hittu svo sannarlega sannleikann í hjartastað þeir Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor "Samhengi hlutanna"og Kristinn H. Gunnarsson, fv. alþingismaður "Allt rangt hjá Þorsteini" í Fréttablaðinu 31. maí sl.
Það er alkunna að sjómenn og fiskverkafólk eiga ekki svo gott með að láta í ljós skoðanir sínar á kvótabraskinu. Í umræðunni um brottkastið undanfarin ár hafa sárafáir sjómenn stigið fram og vitnað um brjálæðið. Ég þekki þetta persónulega sjálfur hafandi búið í 18 ár í miðlungsstóru sjávarplássi þar sem ég var til sjós hjá stærstu útgerðaraðilunum auk þess að starfa við eigin rekstur í veitinga og gistihúsageiranum. Það hefði ekki hvarflað að manni að gagnrýna eitt né annað opinberlega eins og undirritaður gerir hér. Það þarf enginn að efast um skoðanir venjulegs fólks á háttalagi og málflutningi þessara manna. Öll þjóðin er búinn að fá upp í kok. Það er búið að þvæla og flækja sáraeinfaldan hlut, beita ósvífnum hræðsluáróðri um sviðinn sjávarpláss og allsherjar gjaldþroti með fólksflótta, atvinnuleysi og hörmungum. Fari þeir þá bara á hausinn. Skipin og húsin, mannskapurinn og verkkunnáttan fara ekki neitt og verða ekki af fólkinu tekinn. Varla sökkva hrúðurkallar skipum eða fullkominn frystihús fúna sundur.
Þessir menn kaupa pólitíkusa gegnum prófkjör, lána þeim fé á vildarkjörum, dæla fjármunum í flokka og síðastliðin misseri þegar tók að kreppa að þeim var vopnabúrið styrkt með Moggakaupum og til öryggis var Hrunameistari no.1 settur í ritstjórastólinn. Hafinn var kerfisbundinn heilaþvottur þess efnis að ekki sé hægt að breyta neinu, kvótinn sé veðsett eign og búin að ganga kaupum og sölum í fleiri ár. Að ekki sé hægt að taka kvótann af einhverjum sem keypti hann af öðrum og svo koll af kolli. Þetta kallast að slá ryki í augu okkar og til þess fallið að drepa málinu á dreif. Við vitum öll hver á fiskinn í sjónum. Hvernig er mögulega hægt að þvæla meira með þetta. Þessir menn hafa hreinlega verið að versla með þýfi með fulltingi banka, fæ ég ekki betur séð. Í smáauglýsinga dálkum á netinu er eftirfarandi tilkynning frá lögreglunni
„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að vera á varðbergi gagnvart þýfi og hafa samband ef grunsemdir vakna. Ennfremur er minnt á ábyrgð þess sem kaupir þýfi“
Grunlausir kaupendur hafa þurft að afhenda varning (Þýfi) og staðið uppi með sárt ennið ef ekki hefur verið hægt að lögsækja seljandann (Þjófinn)
Framkoma þessara manna gagnvart réttkjörnum stjórnvöldum sem voru kosin meðal annars til að leiðrétta þessa vitleysu er fáheyrð. Hér fer fámennur hópur fólks sem stendur upp í hárinu á stjórnvöldum og hótar efnahagslegum hryðjuverkum. Frekjan, hrokinn, siðblindan og yfirgangurinn er algjör. Ekki er nóg með að búið er að ganga ógætilega um auðlindina með brotkasti og illa skipulagðri sókn í tegundir á röngum árstíma. Ætlunin er hreinlega að ræna henni með ofbeldi. Nei ykkur er ekki vorkunn að greiða uppsett gjald og sætta ykkur við töluvert minni gróða, hvort þið sitjið uppi með 3 krónur, 7 krónur eða 2,30 krónur í hreinan hagnað er ekki ykkar að ákveða né koma í veg fyrir. Við sem þjóð höfum til þess Stjórnvald sem heitir Alþingi og þó að margt megi um það deila þá er það ekki lengur í skúffum Viðskiptaþings eða LÍU.
Nú ríður á að við venjulegt fólk í landinu snúum bökum saman og verjumst árásum þessara manna sem með braski sínu og niðurrifi góðra gilda eiga sinn þátt í því hvernig komið er fyrir landi okkar og þjóð.
Birgir Hauksson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í lögum um stjórn fiskveiða stendur:

"Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum."

Gerum þýfi auðlindaræningjanna upptækt!

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 13:12

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ord ì tìma tølud.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 5.6.2012 kl. 22:11

3 identicon

Talað hreint út.

Guðrún Ægisdóttir (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 22:45

4 identicon

Mikið gott að heyra þetta, þetta kalla ég góða Hafnfirsku, kjarnyrt málfar. Takk.

Ólafur Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 22:46

5 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Flott grein hjá þér Haukur og orð í tíma töluð. Bara að fleiri fari að láta í sér heyra. Þessi andskotans vitleysa er komin úr öllum böndum og veður að klippa gresamlega á allt þetta kvótarugl. Eins og þú nefnir réttilega og við erum að sjá í fréttum þá er búið að hótast við menn og þeir reknir úr störfum og "bannfærðir".

Nú á ríkið að taka höndum saman við þjóðina og afnema þetta óréttlæti og færa okkur aftur aðgang að auðlininni. Best væri að taka upp í einhvern tíma sóknarmark með allan fisk á markað til að ná áttum og ná þessum útgerða öpum sem búnir eru að missa sig niður á jörðina.

Ólafur Örn Jónsson, 5.6.2012 kl. 22:54

6 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Góður .....

Níels A. Ársælsson., 5.6.2012 kl. 22:55

7 Smámynd: Kristbjörn Árnason

ég þakka þér fyrir góða grein nafni

Kristbjörn Árnason, 5.6.2012 kl. 23:30

8 identicon

Mikið vildi ég að fleiri gætu hugsað og skrifað eins og þú - Takk !

Heiður (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 23:55

9 identicon

Algerlega frábær grein, takk innilega fyrir að skrifa hana! Loksins eitthvað sem vit er í um þetta málefni

Kári (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 00:16

10 identicon

Eins og talað út úr mínum munni, ég vill einnig benda á annað nú í vikunni var frétt um að ekki væri hægt að lækka skuldir heimilana um 20% því það kostaði rúma 200 milljarða, en það var hægt að afskrifa 70 milljarða hjá einum útgerðarmanni í Vestmannaeyjum, hann missti reyndar þyrluna sína og einn toagara en heldur eftir sínu fyrirtæki með 2 togurum, sínu húsi, jeppum, bílum, sumarhúsi með öllum hugsanlegum leikföngum, búin að kaupa hlut í Sparisjóði Vestmannaeyja og koma sér í vara stjórn og lögmanni sínum í aðalstjórn, hvar er FME þetta er fjárglæframaður. Minni réttlætiskend er stórlega misboðið. Það á að taka kvótan af þessum mönnum það er til nóg af fólki sem er tilbúið að reka þessar útgerðir.

Sigurður Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 00:18

11 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Greinin er vissulega góð - en við þurfum meiri upplýsingar - hvað með uppsagnaógnina sem hangir yfir þeim sem ekki hlýða útgerðarmanninum - hvað með atvinnuöryggi landverkafólks sem vogar sér að andæfa ??

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.6.2012 kl. 00:25

12 identicon

Vandamálið hjá sjómönnum er það að enn og aftur eru samningar lausir hjá þeim og eru þeir hreinlega hræddir um sína stöðu margir hverjir.  Og þora þá ekki annað en að "styðja" atvinnurekanda sinn.

Sorglegt en satt :(

Best væri ef að ríkið myndi þá bara taka smá Huga Chavez á þetta og taka til sín allar útgerðirnar ;)
Og bankana í leiðinni :)

Jón Ingi (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 00:48

13 identicon

Fyrst að útgerðin á svona mikið af peningum að sögn stjórnvalda af hverju hafa þeir þá ekki samið við okkur við sjómenn erum búnir að vera með lausa samninga í 1.5 ár ég vil kalla þá sem eru að semja fyrir okkur liðleskjur ég fæ sennilega að heyra það fyrir þetta

Kristján Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 01:43

14 identicon

Get bara ekki verið meira sammála.

Magnús þór Magnússon (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 05:45

15 identicon

Það verður að brjóta útgerðamafíuna, magnað að manni sýnist sjómenn vera eins og smástelpur í kringum þessa gúbba í útgerðamafíunni.
Meira að segja formaður þeirra(sem ætti ekki að vera formaður), hann skríður í slorinu fyrir þessum mönnum.

Þjoðnýta þau fyrirtæki sem eru með ógnir og terror gegn landi og þjóð

DoctorE (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 07:57

16 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sammála þér um þetta.

Sæmundur Bjarnason, 6.6.2012 kl. 08:46

17 identicon

Takk fyrir þetta

Elín (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 08:48

18 identicon

Frábær grein bróðir! Þeir sæfarendur sem ég hef spurt eru á einu máli að viskveiðistjórnunarkerfið sé í grunninn ágætt. En, það er framsalið, leigan og braskið sem þarf að girða fyrir. Ekkert framsal og allt á markað. LÍÚ er mafía sem beitir blygðunarlausum áróðri. Mér er stórlega misboðið, eins og ykkur

Ingvar Tryggvason (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 08:51

19 identicon

Það er auðlesið að höfundur hefur ekki kynnt sér málið til fulls.

"Fari þeir þá bara á hausinn. Skipin og húsin, mannskapurinn og verkkunnáttan fara ekki neitt og verða ekki af fólkinu tekinn. Varla sökkva hrúðurkallar skipum eða fullkominn frystihús fúna sundur."

Hérna er augljóst að hugsanarháttur og skrif eru ekki miðuð að koma nothæfum athugasemdum til skila heldur til þess að stofna til stríðs gagnvart þeim útvegsmönnum sem hafa í gegnum áraraðir útvegað störf fyrir landsbyggðina.

Maður getur spurt sig, ef að fyrirtækin sem staðið hafa fyrir því að borga sjómönnum og landverkamönnum laun sem og kaupa skip og annan hátæknibúnað, fara á hausinn, hver á þá fjármagn í það að stofna ný fyrirtæki, til að kaupa skipin, borga launin og veiða fiskinn?

Hvaða tilgangi þjónar það að setja fjöldan allan af fyrirtækjum á hausinn? Hvar eiga sjómennirnir þá að starfa, hver á að reka frystihúsin?

Nafnlaus (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 09:12

20 identicon

Takk fyrir góða grein!svo sammála...

sigrun gunnlaugsdottir (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 09:51

21 identicon

Skipin og húsin, mannskapurinn og verkkunnáttan fara ekki neitt það þarf áfram að veiða fiskinn og þegar það er búið að hreinsa til þá verður bara haldið áfram að skapa þjóðarbúinu auð en hann dreifist vonandi betur   

nafnlaus (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 10:00

22 identicon

Nafnlaus

Ef þú ætlar að halda uppi hræðsluáróðri sægreifana hafðu þá kjark til að gera það undir nafni. Það er nóg  af fólki (sem betur fer) sem gæti tekið við af þessum mönnum. En það vita það allir hugsandi menn að þessi stóru fyrirtæki fara ekki á hausinn heldur þurfa eigendur að sætta sig við minni hagnað. Það eiga ekki að vera rök að ekki sé hægt að borga sanngjarnt gjald fyrir auðlindina vegna skulda sem sumir í sjávarútveginum séu búnir að koma sér í. Þegar fyrirtæki geta ekki rekið sig sökum skulda þá fá eiga þau ekki að vera starfandi, að gefa þessum mönnum afskriftir og leyfa þeim að taka við fyrirtækjunum aftur er fáránlegt, þeir reka þetta aftur á hausinn með því að taka of mikið út eins og alltaf 

Sigurður Hjaltested (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 10:13

23 identicon

Loksins einhver í greininni sem meikar sens. Takk fyrir þetta..

Atli Pétur (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 11:17

24 identicon

Sá sem slysast til að kaupa þýfi skilar því endurgjaldslaust þegar þjófnaðurinn kemst upp og eigandinn endurheimtir eign sína.

Það eru lög. 

Páll (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 11:18

25 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir góða grein.

Ágúst H Bjarnason, 6.6.2012 kl. 11:31

26 Smámynd: Sigurður Hrellir

Takk fyrir að segja hlutina umbúðalaust.

Það fólk sem lætur vinnuveitendur sína smala sér á mótmælafundi og banna því að tjá raunverulegar skoðanir sínar eru í raun að afsala sér mannréttindum og mættu íhuga hvort að sjálfsvirðingin er ekki meiri en svo.

Sigurður Hrellir, 6.6.2012 kl. 11:59

27 identicon

Takk fyrir góða og hreinskipta grein.

stebbi (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 12:39

28 identicon

Frábær grein. Sjómenn eru sem betur fer harðir þegar á reynir og hljóta að sjá í gegnum vitleysuna.

Þorlákur Árnason (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 13:24

29 identicon

Nafnlaus;

Guðbjörg á Ísafirði er ágætt dæmi um það að þú hefur rangt fyrir þér.

Nýfjárfestging í sjávarútvegi á undanförnum árum er núll, engin. Eins og áður sagði þá fara skipin ekkert nema þau séu seld úr landi. Ef úterðarfyrirtæki sem á skip fer á hausinn, þá er það skiptastjóra að reyna að hámarka afkomu búsins með því að selja hæstbjóðanda skipið. Ef það er selt úr landi, þá verður svo að vera og sjómennirnir tapa störfum sínum. En veiðirétturinn fer til Ríkisins sem úthlutar honum til hæstbjóðanda ef rétt er að staðið. Sá býður væntanlega ekki hærra í réttinn nema sem nemur því sem hann telur sig geta greitt fyrir hann og samt skilað hagnaði af fyrirtæki sínu.

Auðvitað er réttast að kvóti sem ekki er nýttur af þeirri útgerð sem hefur yfir honum að ráða sé leigður hæstbjóðanda og leigugjaldið fari í auðlindasjóð.

Nonni (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 13:28

30 identicon

Einfaldar staðreyndir á mannamáli. Takk fyrir góðan pistil.

Nafnlaus kl. 09:12 

Það er úrelt bábilja að einstaklingar í útgerð "útvegi" störf fyrir aðra. Þvert á móti er allur sjávarútvegurinn borinn uppi af vinnu þúsunda og stjórnendurnir hafa vinnu útá það. Enginn útgerðarmaður dregur fisk að landi án vinnuframlags sjómanna og fjölda annarra. Fyrir almennu starfsfólki gildir einu hver stjórnar svo lengi sem gott velsæmi og almenn siðsemi einkennir framkomu stjórnenda. En framkoma stjórnenda í sjávarútvegi í dag einkennist af græðgi, yfirgangi, hroka og kröfum um réttindi sem hjá siðuðum þjóðum flokkast sem arðrán. Þeir kvótastærstu voru flestir yfirskuldsettir 2008 eftir áratuga sukk og svindl. Þjóðin tók á sig gengishrun og lækkaði skuldir þeirra um 30% á einu bretti. Nú sjáum við þakkirnar!

Gylfi Garðarsson (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 13:37

31 identicon

Slóðir á greinarnar:

Kristinn H. Gunnarsson: http://www.visir.is/allt-rangt-hja-thorsteini/article/2012705319991

Þórólfur Matthíasson: http://www.visir.is/samhengi-skuldanna/article/2012705319989

Nonni (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 13:38

32 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Hvað ertu búinn að vera lengi á sjó Birgir Kristbjörn?

Valmundur Valmundsson, 6.6.2012 kl. 14:11

33 identicon

Já, það er greinilegt að höfundur hefur ekki snefil af þekkingu á sjávarútvegi.

Sjávarútvegur á Íslandi, er sá EINI í Evrópu, sem er sjálfbær. Hann þarf ekki niðurgreiðslur frá skattgreiðendum.

Sjávarútvegurinn á Íslandi hefur skilað 5-15% ebitu undanfarinn áratug, þykir ekki merkilegt í venjulegum rekstri, en í meðförum vinstrimanna er þetta ofsagróði.

Það er dapurlegt hversu margir eru orðnir fórnarlömb gamalla kvótakónga, sem seldu sig út úr greininni, og vilja komast inn aftur.

Ég gef í sjálfu sér lítið fyrir Samfylkingarfólkið og Vinstri græna, enda vita þeir, að til að komast í ESB, þá þarf að framselja kvóta. Það er hitt fólkið sem ég hef áhyggjur af, hópur af grandalausu fólki, sem hefur ekki snefilsvit á útgerð og fiskvinnslu, en gengur um með ofstækisfullu einelti í garð þeirrar atvinnugreinar sem heldur í okkur lífinu.

Þeir sem öskra sem hæst um kvótagreifa, er einmitt það fólk sem stendur sig best í þágu hinna sönnu kvótagreifa, sem seldu kvótann burt, og fluttu til Reykjavíkur í spánýtt og flott einbýlishús. Mig flökrar við hræsninni, og heimskunni.

Hilmar (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 14:21

34 identicon

Er þessi maður búin að selja kvótann sinn og vill nú fá meira? það fyrsta sem mér datt í hug og það líka að þessi einstaklingur hefur ekki vita á þessu málefni!

Nína M Erlendsdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 14:25

35 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Stórkostleg færsla. Settu hana betur upp svo hún verði læsilegri og fáðu hana á prent.

Rúnar Þór Þórarinsson, 6.6.2012 kl. 14:31

36 identicon

Glæsilegur og siðlegur pistill Birgir!

Þorsteinn Geirsson (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 15:55

37 Smámynd: Birgir Kristbjörn Hauksson

Vegna réttmættra bollalegginga skal það leiðrétt að ég er Fyrrum sjómaður og starfa ekki við sjómennsku í dag. En til að svara spurningu formanns sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum þá fór ég fyrst á sjó 6 ára með afa mínum á trillu. 16 ára var ég um 2 ár að mig minnir á togbátum frá Grindavík. 1990 flyst ég út á land og stundaði þar sjómennsku á frystitogara í 2 ár. Eftir að ég hætti rekstri veitinga og gistihúss 2002 þá var þetta stopult en spæjarastörf einhverja ljúga ekki um lögskráningar eftir 2002. Ég er kominn af sjómönum og útgerðamönum en bið sjómenn afsökunar ef þeim er misboðið. Ég get bara ekki gert að því að finnast ég alltaf vera sjómaður innst inni.

Birgir Kristbjörn Hauksson, 6.6.2012 kl. 16:49

38 identicon

Þvílík endemis vitleysa.  Þú veist greinilega EKKERT hvað þú ert að tala um og hljómar einungis eins og bitur uppgjafasjómaður sem hvergi hefur haldist í almennilegu plássi.

Ólafur Þ Snorrason (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 17:07

39 identicon

Þvílíka bullið.

Sindri (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 17:27

40 identicon

Alveg magnað hversu auðtrúa fólk getur verið. Hér stígur fram á ritvöllin maður sem segir sig vera sjómann og lýsir aðdróttarlaust hvurslags níðingar Íslenskir útgerðarmenn eru. Þessi sjómaður hefur samkvæmt við eftirgrennslan varið 110 dögum til sjós frá 1992, sem gera c.a. 5 daga á ári. Skólabörn úr Eyjum verja meiri tíma um borð í Herjólfi á ári. Greinin ætti frekar að heita ,,Siglt undir fölsku flaggi".

Óðinn (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 17:36

41 identicon

Þessi sjómaður hefur samkvæmt eftirgrennslan varið 110 dögum til sjós frá 1992, sem gera c.a. 5 daga á ári. Skólabörn úr Eyjum verja meiri tíma um borð í Herjólfi á ári. Greinin ætti frekar að heita ,,Siglt undir fölsku flaggi".

Ég persónulega er ekki tilbúinn að taka á mig frekari launalækkanir eins og þær sem blasa við ef núverandi áform ná fram að ganga. Þessar breytingar snerta vasa okkar togarasjómanna mjög mikið... því er ekki réttlátt að segja að verið sé að beita okkur þvingunum á einn eða annan hátt. Þetta er hreinlega mál sem snertir okkur alla.

Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 17:40

42 identicon

Helgi Magnússon.  Hvernig finnur þú það út að þú verður fyrir launalækkun.  Þetta aukna gjald er tekið EFTIR öll rekstrargjöld á fyrirtækinu.

Endilega útskýrðu það nú á mannamáli fyrir okkur sótsvarta lýðnum sem ekki vita...

Jón Ingi (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 17:56

43 Smámynd: Tryggvi Helgason

Þessir svokölluðu "kvótahafar" hafa ekki einkarétt til fiskiveiða við Ísland. Þeir hafa ekki einkarétt, ... hafa aldrei haft, ... og munu aldrei öðlast slíkan einkarétt.

Þessi uppákoma kvótahafa að sigla skipum til Reykjavíkur, - í einhverskonar hótunarskyni við íslendsku þjóðina, - og leggja skipunum í höfn, - í einhverri dulbúinni kröfugerð um að þeir einir eigi allan rétt til fiskiveiða, en aðrir ekki, - sýnir af sér dæmalausa frekju.

Hverjir eru þarna á bak við, ... það væri fróðlegt að það væri upplýst, og að þjóðin fengi að vita nöfnin á þeim mönnum sem hafa skipulagt þetta.

Með þessum aðgerðum er eins og einhverjir menn, séu að reiða steittan hnefa framan í alþjóð, ... "ef við fáum ekki það sem við viljum, þá skuluð þið hafa verra af, ... þá tökum við næstu skref."

Tryggvi Helgason, 6.6.2012 kl. 19:15

44 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Innilegar stuðnings-kveðjur til síðuhöfundar, og takk fyrir frábæran og löngu tímabæran pistil.

Þetta voru svo sannarlega orð í tíma töluð.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.6.2012 kl. 19:45

45 identicon

Kærar þakkir. Eins og talað út úr mínu hjarta!

Jónína Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 20:04

46 identicon

Tjaaa.  Má þá ekki einnig flokka þessa menn sem landráðamenn...

Jón Ingi (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 20:07

47 identicon

Við eigum heima á eyju og erum öll komin af sjómönnum sem höfðu nýtt fiskimiðin umhverfis eyjuna í 1100 ár þegar yfirgangsseggir héldu að þeir gætu skipt henni á milli sín. 

Sjómaður, fyrrum sjómaður, sonur sjómanns eða dóttir sjómanns, það skiptir engu máli, fiskimiðin eru réttmætur arfur okkar. 

Við munum sjá til þess að okkur verði afhent það sem okkur ber.  

Sjómaður (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 20:15

48 identicon

Það er kominn gullsóttarhiti í vinstrimenn.

Nú skal ráðast á geymslurnar, þar sem útsæðið er geymt, og éta það allt saman.

Ekki snefill af þekkingu á sjávarútvegi sem sést best á því að einhver gúbbi er orðinn hetja í þeirra hópi, eftir 105 daga á sjó.

Nú skal redda atvinnuleysi með því að gera sjómenn og fiskvinnslufólk atvinnulaust.

Nú skal redda peningum í hvelli, til að standa undir ríkisstjórn sem hefur ekki hugmynd um hvernig skal koma hjólum atvinnulífsins af stað.

En það kostulegasta er, að nytsamir sakleysingjar, sennilega rétt að kalla þá bara vitleysinga, ganga fram fyrir skjöldu og gera sitt besta til að redda hinum sönnu kvótagreifum, þeim sem seldu kvóta, fluttu suður og keyptu sér einbýlishús, nýjum kvóta til að braska með. Og náttúrulega, rúsínan í pysluendanum, að koma upp nýju kommisarakerfi, þar sem pólitíkusar úthluta sér og sínum kvóta.

Hilmar (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 20:46

49 identicon

Bull ?

svo aldelis ekki, staðfestingar hér http://blog.eyjan.is/larahanna/2012/06/06/sjomadur-stigur-fram/

Vera (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 21:12

50 identicon

Halló halló

"""Hérna er augljóst að hugsanarháttur og skrif eru ekki miðuð að koma nothæfum athugasemdum til skila heldur til þess að stofna til stríðs gagnvart þeim útvegsmönnum sem hafa í gegnum áraraðir útvegað störf fyrir landsbyggðina.

Maður getur spurt sig, ef að fyrirtækin sem staðið hafa fyrir því að borga sjómönnum og landverkamönnum laun sem og kaupa skip og annan hátæknibúnað, fara á hausinn, hver á þá fjármagn í það að stofna ný fyrirtæki, til að kaupa skipin, borga launin og veiða fiskinn?

Hvaða tilgangi þjónar það að setja fjöldan allan af fyrirtækjum á hausinn? Hvar eiga sjómennirnir þá að starfa, hver á að reka frystihúsin?"""

Ef fyrirtæki sem á bát, fer á hausin er það útaf því það var of veðsett og þá eignast bara sá sem hefur fyrsta veðrétt bátinn og setur hann á uppboð eða selur hann til skuldaminna fyrirtækis sem getur rekið bátinn. Eða jafnvel leigir hann út til sjómanns ræfils eins og ég er sjálfur.

Ef menn koma hér og þykjast vera svona klárir og vita betur en undirritaður og pisltahöfundur, skulu þeir sýna okkur þá virðingu að koma fram undir nafni.

Axel (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 21:21

51 identicon

Góð grein frændi.

Framganga útgerðarmanna er til skammar.

Jón Örn (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 21:38

52 identicon

Vel mælt. Ég vorkenni Helga Magnússyni og Hilmari. Þeir telja að maður verði að vera mjög lífsreyndur á sjó og vera sérfræðingur í sjómennsku.

Miðað við þetta þá eru þeir á því að fæstar konu ættu að eiga bíla, hvað þá að hafa réttindi til að keyra bila. Konur eru fæstar sérfræðingar í bílamálum.

Þó ég sé karlmaður, þá ætti ég heima í þessum bíllausa hópi.

Að auki eru þeir Helgi og Hilmar búnir að mála sig út í horn þegar við ræðum um skólamál og heilbrigðisþjónustu, séu þeir ekki kennarar eða læknar.

Þetta snýst um eignarrétt, stjórnarskrárbundin eignarrétt. Eignarréttur þjóðarinnar er klár og stjórnarskráin ver eignaréttinn.

Auðvitað má fyrrum sjóari tjá sig. Hvort hann hafi verið 100 daga á sjó eða 1000 skiptir engu máli. Að sama skapi skiptir ekki máli þó greinarhöfundur hafi ekki migið í saltan sjó.

Pétur (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 00:04

53 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Innilegar þakkir fyrir þessi orð og að þora að skrifa undir nafni. Taktu eftir að allir sem eru ofga-ámóti og jafnvel með, og eru tengdir skipaiðnaðinum á Íslandi skrifa ekki undir fullu nafni. Ég skil það vel. Þótt útgerðarættingjar og ekkjur erfi skip og fiskvinnslust-ðvar, geta þau ekki (enn) erft fiskinn í sjónum (né fuglana í loftinu).

Takk.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.6.2012 kl. 00:13

54 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Góð grein Biggi.

Sigurjón Þórðarson, 7.6.2012 kl. 00:24

55 identicon

Frábær ríkisstjórn,. tekst loksins að etja fólki á móti hvort öðru, elur á öfund, hatri og sundurlindi.

Gunnar (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 00:30

56 identicon

Það er merkilegt hversu ómerkilegt fólk getur verið. Látum það vera að fólk ljúgi upp á sig starfsheitum, við getum lifað við það, skárra sjómaður en heilaskurðlæknir þó.

Hitt er verra, þegar vinstrimenn eru farnir að beita mjög svo ógeðfelldum lygum.

Hér er blogg Margrétar Sigurðardóttur, þar sem hún lýgur miskunarlaust um meintan hagnað útgerðar á Íslandi:

http://vistarband.blog.is/blog/vist/#entry-1243808

Þetta er blogg nr 2 hjá henni. Fyrra blogginu eyddi hún út, enda var búið að pósta inn athugasemdum, réttum arðtölum sjávarútvegs, og hún spurð hvaðan hún fengi tölurnar sínar. Hún passar sig á því nú, að leyfa ekki athugasemdir.

Það er rétt að endurtaka það hér, að sjávarútvegur á ÍSlandi skilaði neikvæðri ebitu um 80 miljarða árin 2008, 2009 og 2010. Margrét lýgur því, að útgerðamenn hafi hagsast um 80 miljarða síðustu 4 ár.

Tilgangurinn er náttúrulega sá að dreifa lygum og skapa andrúmsloft haturs og tortryggni.

Það athyglisverða er, að Margrét linkar á vef í eigu Borgarahreyfingarinnar, samstarfsaðila Sigurjóns Þórðarsonar. Sigurjón leggur sig greinilega eftir lygurum þessa dagana.

Ég hélt að ég ætti ekki eftiur að upplifa það í mínu lífi, að þjóðfélagið yrði undirlagt af lygurum sem leita í smiðju 3. ríkisins.

Þvílíkur óhugnaður.

Hilmar (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 00:44

57 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sammála flestu - nema þetta með kvótann og hvort hann teljist eign. þ.e.a.s. að ég met það svo að Hæstiréttur muni dæma að kvótinn sé í raun eign og ekki sé hægt að taka hann nema að bætur komi fyrir.

Og þegar eg segi þetta, þá er eg ekki að tala útfrá að eg vilji að svo sé. þetta er bara kalt mat.

Eg held nefnilega að það sé alveg eins farið með þennan kvóta lögfomrmlega séð eins og hverja aðra eign. þetta erfist og eg veit ekki hvað og hvað.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.6.2012 kl. 00:45

58 identicon

Rétt að leiðrétta, Margrét lýgur að útgerðin hafi hagnast um 200 miljarða síðustu fjögur ár.

Hilmar (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 00:46

59 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Flott grein og flott viðbrögð :)

Í athugasemdur segir Hilmar: "Hann [Sjávarútvegur] þarf ekki niðurgreiðslur frá skattgreiðendum."

Ég spyr þig Hilmar, hvað eru afskriftir annað en niðurgreiðslur?

Íslenskur sjávarútvegur hefur fengið marga milljarða afskrifaða.

Hér er framkvæmdastjóri LÍÚ að fara fram á 100.000.000.000 kr. afskriftir:

http://eyjan.is/2010/03/24/framkvaemdastjori-liu-vill-afskriftir-hundrad-milljadra-af-sex-hundrud-milljarda-skuldum-sjavarutvegs/

Skuldasöfnun sjávarútvegs íslensk sjávarútvegns varð eins mikil og raun ber vitni vegna veðréttar útgerða í aflaheimildum.

Framsal á kvóta og heimild útgerða til að veðsetja kvóta eru hluti af því óheilbrigða kerfi sem varð til þess að bankakerfið hrundi.

Alvöru hagnaður í sjávarútvegi kemur af fiskveiði og fiskvinnslu. Eignaréttur, veðheimild og framsal á kvóta er ekki framleiðsla og skapar ekki raunveruleg verðmæti.

Heimir Hilmarsson, 7.6.2012 kl. 01:00

60 identicon

Hvaða miljarða ertu að tala um Heimir?

Ertu með einhver einstök dæmi, um afskriftir einstakra útgerðamanna vegna bílaumboða eða pizzastaða, eða vegna sjálfrar útgerðarinnar?

Friðrik tekur það sérstaklega fram, að afskriftaþörf hafi myndast vegna óskyldra fjárfestinga.

En burtséð frá því, eru útgerðamenn glæpamenn og óþokkar ef þeir fara fram á 20% skuldalækkun vegna stökkbreyttra lána, en almennur húsnæðiseigandi ekki vegna þess sama?

Best að taka það fram, að almennar afskriftir hafa ekki farið fram vegna sjávarútvegs, og útlánatap bara brot af tapi vegna annars atvinnureksturs.

Og er það ekki svolítið kjánalegt, að í einni setningunni eru þið að ljúga um ofsagróða útgerðamanna, og svo gríðarlegar afskriftir vegna hroðalegrar skuldsetninga í þeirri næstu?

Og í lokin er rétt að taka það fram, að útvegurinn hefur náð að snúa gríðarlegu tapi vegna 2008 (108 miljarða v. stökkbreyttra lána o.sv.frv.) yfir í 10-20 miljarða hagnað undanfarin ár, um leiðog lán hafa verið greidd niður, og eru nú loksins viðráðanleg.

Hilmar (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 01:13

61 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Þetta kemur fram í skýrslu eftirlitsnefndar til efnahags- og viðskiptaráðherra:

Fimm sjávarútvegsfyrirtæki með heildarskuldir upp á 20 milljarða króna hafa fengið eftirgjöf upp á 12,7 milljarða eða 62% af heildarskuldum. Eftir standa 38% af heildarskuldum þeirra.

Þessir milljarðar eru væntanlega vegna útgerðar, en erfiðara er að safna gögnum um afskriftir vegna ævintýra útgerðarmanna á öðrum vettvangi.

Útgerðarmenn eru ekki verri en aðrir menn, en það er engin ástæða til þess að þeir eigi auðlindir hafsins fyrir því.

Heimir Hilmarsson, 7.6.2012 kl. 01:57

62 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Takk fyrir góðan pistill Birgir. 

Mig langar að vekja athygli á því að þeir sem hafa róið á minni bátum en 20 tonn eru líka sjómenn þó ekki hafi verið gerð krafa um lögskráningu. Lögskráning tíðkaðist ekki á minni bátum þann tíma, sem ég var á sjó áður fyrr.

Mér finnst það nokkuð sérstakt út frá persónuverndarsjónarmiðum að hægt sé fyrir hvern sem er að útlista í smáatriðum lögskráningarferil einstaklinga.

Útgerðarmenn segja okkur sjálfir að kvótinn sé 500-700 miljarða virði. Ekki þarf að reikna mikið til að komast að því að þar með er auðlindarentan ekki minni en 30-40 miljarðar. Um leið og kvótinn er fyrndur og settur á uppboð verður hann einskis virði. Uppboðin skila hins vegar auðlindarentunni til þjóðarinnar en ekki til útgerðarmanna og erlendra kröfuhafa skuldahala útgerðarinnar eins og núverandi kerfi gerir.

Finnur Hrafn Jónsson, 7.6.2012 kl. 02:11

63 identicon

Jæja Heimir, eru þetta allar afskriftirnar sem þú hafðir áhyggjur af?

Nær ekki einu sinni því sem Steingrímur J kastaði í Sjóvá. Og ekki helmingurinn af því sem ríkið stal af kröfuhöfum vegna Hörpunnar.

12.7 miljarðar, og þú veist ekki einu sinni hvort þetta eru skuldir vegna rekstrar, eða vegna fjárfestinga í óskyldum rekstri.

12.7 miljarðar, sem eru 2.5% af heildarskuldum sjávarútvegs, eins og hann var þegar verst lét.

Þér að segja, þá eru til veð fyrir lánum sjávarútvegs, sem gerir greinina einstaka. Þau veð eru m.a. í kvóta, sem var keyptur á frjálsum markaði, með samþykki ríkisvaldsins, og í kjölfar lagasetningar, sem hafði það að markmiði, að kvóti gæti færst frá einni útgerð til annarrar í samræmi við þann ásetning að gera fiskveiðar á Íslandi sjálfbærar og arðbærar. Lagasetning sem var samþykkt af Steingrími J Sigfússyni og Jóhönnu Sigurðardóttur, sem nú kalla þetta "gjafakvóta"

Ef lagasetning Steingríms og Jóhönnu, árið 1990, voru mistök, er þá rétt að láta þá sem fóru eftir lögum og skuldsettu sig til kvótakaupa, gjalda þess?

Er ekki nær að þið vinstrimenn snúið ykkur að þeim sem settu lögin, og tækju bræði ykkar út á þeim?

Hilmar (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 05:54

64 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Lögum samkvæmt er bannað að fénýta leyfi eða réttindi frá ríkinu. 

Þess vegna fóru útgerðarmenn fram hjá lögum og veðsettu báta með skilyrðum um að ekki mætti flytja kvóta nema með samþykki veðhafa. Núna eru útgerðarmenn svo forhertir að halda því fram, að með því að fara svona fram hjá lögunum hafi þeir áunnið sér rétt sem er fullkominni andstöðu við fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða.

Engin getur bannað mönnum að eiga viðskipti á frjálsum markaði með eitthvað sem þeir eiga ekki, svo lengi sem þeir fara ekki fram á að fá það afhent sem þeir hafa gert viðskipti með.

Finnur Hrafn Jónsson, 7.6.2012 kl. 09:00

65 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Verðmæti kvótans er til fyrir tilstilli nýrra ríkisafskipta

Þegar ég stundaði fiskveiðar áður fyrr, skipti ríkisvaldið sér ekki af því hve mikið var veitt eða hverjir veiddu.

Þar sem of mikið var veitt af allt of mörgum skipum var sáralítil hagkvæmni af veiðum og auðlindarentan nálægt núllinu.

Á níunda áratug síðustu aldar jók ríkisvaldið afskipti sín af fiskveiðum við Ísland.  Sett voru lög um hámarksafla í hverri fisktegund til að vernda fiskstofna. Einnig voru sett lög um hvað hver útgerðarmaður mætti veiða upp á kg. Fljótlega var leyft að færa kvóta á milli skipa með það að markmiði að sækja aflann með færri skipum og auka hagkvæmni.

Núna er svo komið eftir þessar aðgerðir ríkisins, að rekstrarhagkvæmni útgerðar hefur stóraukist og skilar reksturinn nú um 30-50 miljarða auðlindarentu á hverju ári.

Ef það er síðan niðurstaðan að útgerðarmenn geti slegið eign sinni á þessu auðlindarentu er ekki annað fyrir ríkisvaldið að gera en afnema lög um stjórn fiskveiða vegna þess að ríkisvaldið getur ekki veitt tilteknum hópi manna verðmæt sérréttindi í andstöðu við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.

Finnur Hrafn Jónsson, 7.6.2012 kl. 10:13

66 identicon

Takk fyrir góða grein, svo sannarlega orð í tíma töluð.

Dagbjört Þ. Þorvarðardóttir (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 11:13

67 identicon

Auðlind þjóðarinnar. okei, afhverju fer fólk sem að fær í taugarnar af því að fá ekkert úr "auðlind þjóðarinnar" að vinna til sjós ? það er opið fyrir öllum að fara á sjó og ætla ég að koma strandveiðum upp á sjónarsviðið.

afar gott upp á sjálfsýmindina að vinna fyrir sínu og ekki að heimta pening út úr fólki sem nennir að vinna í auðlindinni sem að er OPIN fyrir öllum! finnst þetta ömurlegur hugsunarháttur..

ungur byrjandi til sjós (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 22:46

68 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Alveg magnað hversu auðtrúa fólk getur verið. Hér stígur fram á ritvöllin maður sem segir sig vera sjómann og lýsir aðdróttarlaust hvurslags níðingar Íslenskir útgerðarmenn eru. Þessi sjómaður hefur samkvæmt við eftirgrennslan varið 110 dögum til sjós frá 1992, sem gera c.a. 5 daga á ári. Skólabörn úr Eyjum verja meiri tíma um borð í Herjólfi á ári. Greinin ætti frekar að heita ,,Siglt undir fölsku flaggi".Segir Óðin nokkur þarn!!!!a og það er málið þessi grein er ekki nema að littlum hluta sönn,hitt er þvaður og ósansögli ekkert annað!!!!!

Haraldur Haraldsson, 9.6.2012 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband