Borgarstjóri í stríði við flugvöllinn

Hvernig getur Borgarstjóri skipað sér í fylkingu í svo risavöxnu máli sem einhver sem er með eða á móti. Af hverju hefur hann ekki vit á því að halda sig til hlés, vera pasífur  og vinna að endanlegri niðurstöðu fyrir borgina og landið allt. Af hverju er honum sama um að borgarbúar,  ja landsmenn allir hafi hann grunnaðan um að ganga erinda peninga afla, ha spilling.

Er honum bara alveg sama, er þetta bara ásættanlegur fornar kostnaður við að þumbast áfram með þennan kaleik sem er orðinn súrsættur og beiskur í senn. Er einhver  er að pönkast á bakvið tjöldin og beita pólitíkusum fyrir sig, einhver peningaöfl  ?

Hvernig er eiginlega komið fyrir okkur. Í öllum löndum í vestrænum heimi er litið öfundar augum til borgarinnar okkar. Höfuðborg  með þennan líka flotta, vel staðsetan og skipulagðan innanlands flugvöll í miðri borginni. Halló  Það er eftirsóknarvert fyrir allra hluta sakir.

Í kosningunni um framtíð Vatnsmýrarinnar/Flugvöllur í mars 2001 vildu 49,3% að flugvöllurinn verði fluttur en 48,1% að hann yrði áfram í Vatnsmýrinni. Það er eftirtektarvert að aðeins kusu 30.219 borgarbúar. Og  Kosninga þáttaka var aðeins 37% https://is.wikipedia.org/wiki/Reykjav%C3%ADkurflugv%C3%B6llur

Í apríl 2013 var gerð könnun fyrir Stöð 2 og Fréttablaðið. Þar kom í ljós að yfir 80 prósent landsmanna vilja að Reykjavíkurflugvöllur verði kyrr í Vatnsmýrinni. Sérstaka athygli vakti að ekki var munur á afstöðu höfuðborgarbúa og þeirra sem búa á landsbyggðinni. Samkvæmt könnuninni var afstaða Reykvíkinga til málsins gjörbreytt frá því sem var í kosningum um framtíð flugvallarins árið 2001.

Hvernig liggur landið núna ef kosið yrði um flugvöllinn. Hvernig væri ef Borgarstjóri gæfi frá sér þennan kaleik sem hann einn hefur gert beiskan og hreinlega segði til um það að í kosningum næsta vor 2018 yrði líka kosið um eftirfarandi: Á að kjósa bindandi kosningu í Alþingiskosningum 2020 um framtíð flugvallarins.

Semsagt  eigum við ekki að leifa landsbyggðinni að koma að ákvörðun með okkur um  þvílíkt stórmál sem skiptir okkur öll gríðar miklu. Nú þá kemur væntanlega vilji borgarbúa og þjóðarinnar allrar í ljós og lægi skýr fyrir okkur á vordögum 2020  Varla fer Borgarstjóri að hundsa og spilla þeim úrslitum eins og fjandmenn hans gerðu með stjórnlagaþingið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband